Fyrsti kærastinn minn að gera góða hluti. Ég var mjög lengi hrifin af honum, enda greinilegt að hér er mikill hæfileikamaður á ferð. Ég man mjög vel eftir þessu öllu. Við vorum í 7. bekk og hann spurði hvort ég vilda byrja með honum og ég sendi vinkonu mína til að segja já. Þetta var þrungið merkingu. Ég þori að veðja aleigu minni að hann man ekkert eftir þessu. Seinna fór hann í annan skóla, en bróðir hans var með mér í bekk. Ég hélt bekkjapartý og Bjössi ætlaði að taka Svein með sér. Ég svaf ekki og borðaði í viku af spenningi. Svo kom hann....MEÐ AÐRA STELPU MEÐ SÉR!!! Ég var miður mín allt kvöldið. Þetta var eins og þegar Rachel ætlaði að segja Ross að hún hefði alltaf elskað hann og hann mætti með Julie. Þetta er mjög sambærilegur atburður. Nú kann einhverjum að finnast Sveinn ljótur. Hann hefur sitthvað til síns máls, en það er innri fegurð og húmor sem gildir. Hann er ekki jafn ljótur og Hrafn Margeirs bróðir hans sem er í marki hjá ÍRingum. Það er þó eitthvað..
föstudagur, júní 13, 2003
Tenglar
- B.
- Fótboltasögur SiljuSt
- Auja og Gísli í USA
- Hnakkinn
- Svala
- Cousin
- Baddi
- Promazin
- Jón Gunnar
- Hadda
- Robbi
- Villi
- Siggi
- mbl
- Eyjan
- Fésbókin
- Gmeil
- GOOOOOOGLE
- Baggalútur
- Hulda vinkona mín er bráðfyndin, hún heldur að við...
- Jess. Það á að fara að sýna Grease. AFTUR. Hvað er...
- Hey hey, brjáluð tilviljun. Mósa gaukurinn, fyrir ...
- Ég fór í húsdýragarðinn með Ingvar í dag og Hildi ...
- Þegar ég opnaði póstinn minn í morgun varð ég held...
- Mig verkjar bókstaflega, líkamlega, þegar ég sé my...
- Stundum er yndislegt að vera sjómannsfrú, án þess ...
- Stundum þegar Baldur bjó hjá mér, þá gekk ég inn á...
- Jæja þá er Doddi minn að fara á sjóinn. Strákar þa...
- Á bls. 18 í mogganum í dag er þessi fína umfjöllun...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home