Á bls. 18 í mogganum í dag er þessi fína umfjöllun um sjúkraflugið mitt til Kulusuk. Helvíti flott mynd með og allt. Nema hvað að í greininni er sagt frá því að tveir læknar og sjúkraflutningamaður hafi farið í ferðina. Ég veit vel að ég er aumur læknanemi, en ég fór nú samt með í helvítis ferðina. Dauði og djöfull að vera aumur nemi og nobody. En þessi ferð lifir í minningunni. Ég gleymdi líka að segja frá því að það var rosa hasar þegar við vorum að fara til baka því það var þoka að læða sér niður á flugbrautina. Ef þokan hefði náð niður á flugbrautina þá hefðum við ekki farið í loftið. Þetta var mínútu spursmál, sjúklingurinn var fluttur í snarhasti yfir í vélina úr þyrlunni og svo var skellt á eftir og í loftið. Mér var líka sagt að þegar þokan kemur þá er hún í þrjár vikur. Sko. Það var alveg gaman að koma til Kulusuk og fara í fríhöfnina og svona EN að vera þar í þrjár vikur.............. nei.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home