Þá er setið inni á galtómu slysó og beðið eftir átökum helgarinnar. Eurovision keppnin að baki, mér fannst lagið sem vann frekar gott, ég er alein um þessa skoðun.... og Evrópa náttúrulega. Mér fannst Birgitta geisla af gleði og standa sig vel EN......... til hvers fór Selma Björns út? Hvar voru sporin sem þær voru að æfa saman? Ég sá bara buddusporin.
Syni mínum fannst víst brjóstin á keppendunum í fegurðarsamkeppninni eitthvað flott, og hefur hann þó frekar flotta viðmiðun ef þið fattið hvað ég meina!!!! Hvað er Þóroddur að hafa fyrir drengnum á meðan ég er hinum megin við Holtavarðaheiðina?
Ég er búin að fá að aðstoða í tveimur aðgerðum og sjá fullt af þeim. Munurinn er sá að þegar við erum að aðstoða þá erum við steril, þá skrúbbar maður sig inn, sem kallað er og skurðhjúkkan klæðir mann í dressið. Alveg eins og Dr. Romano. Þá er maður að aðstoða, fær að brenna, halda haka og klemmum og það er mjög kúl. En svo erum við búin að horfa á miklu fleiri aðgerðir, þá stendur maður svæfingamegin og þarf ekki að vera sterill, en það er mjög gaman líka.
Jæja nú er ég farin að bíða spennt eftir slagsmálahundunum, þeir hljóta að fara að detta inn. Líf og fjör people.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home