luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 17, 2003

LÍF OG FJÖR (þetta skyldi öskrað helst) Ég er búin í prófunum. Viðbjóðslegasta ár Læknadeildar að baki. Híhí, gott á Baldur og Sverri, ykkar bíður dauði. Anyways. Gærdagurinn var æðislegur. Sólin skein, Kjartan bauð í grillpartý út á Álftanes, sem var hrein snilld, því þá voru allir saman þar, engin að fara eða vinir einhvers að koma. Bara við. Foreldrar Kjartans fá hrós dagsins. Stjúppabbi stóð út í garði og grillaði ofan í alla og mamma var búin að gera helling af salati og brauði og pestó þannig að þetta varð hugguleg grillmáltíð en ekki subbuleg eins og hún hefði svo auðveldlega getað orðið við þessar aðstæður. (ef þið skiljið hvað ég meina). Svo kom Helgi, skemmtilegi Flögugaurinn sem er með okkur í lífeðlisfræði, (Flaga fyrirtækið, ekki snakkið) og hann fattaði að stjúppabbi Kjartans er "Kæri Sáli" Kæri Sáli var útvarpsþáttur á Rás 2, þar sem lesin voru bréf unglinga og leyst úr þeirra málum, og svo var gefin út bók...... Allavega, þá átti bróðir pabba míns sem er svona 5-6 árum eldri en ég, þessa bók, og ég stalst alltaf til að lesa hana ef við vorum hjá ömmu og afa. Sér í lagi kynlífskaflann, þar sem þessi og hinn vissi ekki hvort hann væri hommi eða hvað. ÞETTA VAR GEÐVEIKT!!
Bjarni fær skömm dagsins. Fyrir að drekka freyðivín úr "of litlu" glasi allt kvöldið, og fatta svo að þetta var sprittkertastjaki.
Hulda var pía kvöldsins, í geðveikum kjól í anda sjöunda áratugarins, og með allt í stíl við það. Það skiptir máli að heildarmyndin sé í lagi. OG svo var hún með sólgleraugu sem voru keypt í H&M en allir héldu að þau væru Ray Ban. Meður þarf ekkert að eiga merkjavöru, fólk á bara að halda að maður sé með merkjavöru.
Allavega þá var þetta magnað. Langt síðan allir voru saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home