luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, maí 13, 2003

Ó mæ god! Nú get ég ekki lengur orða bundist yfir þessari tvífarakeppni í Séð og Heyrt. Þetta er bara vandræðalegt...... Hvað í ósköpunum fær konuna til að trúa því að hún sé svo lík Söruh Jessicu Parker, að hún sé hreinlega tvífari hennar!!!! O.K með Söruh, hún er ekkert falleg, en hvað er málið með gelluna sem var "tvífari" Angelinu Jolie!!!! Þetta er rosalega neyðarlegt. Getur enginn hjálpað þessu fólki?!! Nú eru þrír dagar eftir af próftíð dauðans og svo er það bara, partei on ei-kei. Annars var ég að fatta svolítið sniðugt....sem kannski Höddu finnst ekki svo sniðugt. Við eigum að hengja okkur á e-h aðstoðarlækna á handlækningadeild og fylgja þeim hvert fótmál. Nú er það svo að aðstoðarlæknarnir á handlækningadeild eru kallaðir inn í fæðingar sem ganga eðlilega og ekki þarf að kalla á fæðingarlækni. Hadda, ef þú vilt vinsamlegast eiga barnið að degi til, þá verð ég það fyrsta sem barnið þitt sér, í heimi hér!!! Kannski gleður þetta mig meira en þig??!!! Anyways. Annars vorum við vinirnir sammála um það á kosningavökunni, að Höddu tækist ekki að eiga þetta barn uppá fæðingardeild eins og öðru fólki. Nei, Hadda á eftir að eiga barnið í lyftunni í Amarohúsinu, eða í bíl á planinu á Glerártorgi. Eitthvað drama, eitthvað öðruvísi, helst eitthvað sem kemst í blöðin. "Skáti tekur á móti barni í bíl" Líf og fjör.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home