luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 17, 2003

Ég gleymdi að segja frá því að Hulda gaf mér disk með Jeff Buckley í örvæntingarfullri tilraun til að afeitra tónlistarhug minn. Jeff Buckley drukknaði og pabbi hans, Tim Buckley, líka. Svo mikið hefur mér verið kennt. Mér hefur einnig verið sett fyrir það verkefni að læra alla textana, sem gæti orðið svolítið erfitt því ég get aldrei lært neina texta...... Jóni Fannari til mikillar gremju á sínum tíma; "Allý, þegiðu ef þú kannt ekki textann! Ég drep þig ef þú hummar!!" Hulda er að hugsa um að beita mig aversive therapy, eða fráreitismeðferð. Það felur í sér að gefa viðfangi rafstuð þegar hegðun þess er ekki rannsakandanum þóknanleg. Í mínu tilfelli fengi ég þá rafstuð við að hlusta á Justin Timberlake og Britney Spears, og hugmyndin er sú að þá færi ég ósjálfrátt að hata þessa tónlistarmenn. Þau eru víst tónlistarmenn!! Hafið þið samt heyrt áhrifin frá John Deacon í Rock your body?? Áhrif Queen á nútímatónlist verður líklega seint fullmetin.
Hey og Palli og co. í KA rústuðu Haukum í úrslitum. Líf og fjör....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home