luxatio hugans

awakening

sunnudagur, maí 18, 2003

OK ég fór í partý í gær. Fyrst var þetta voða rólegt og þægilegt en allt í einu varð allt vitlaust og fólk fór að syngja í karókí. HVORT SEM ÞEIR VILDU ÞAÐ EÐA EKKI!!! Mér varð því mjög órótt og langaði mest til að drepa mig, þegar ég áttaði mig á að röðin kæmi að mér og ég fengi ekki að sleppa. En... ég og Kristín og Bergþóra (Belee), sungum I will survive og ég slapp lifandi frá því. Nú þarf ég að leggja áherslu á eitt; Ég söng, edrú, fyrir framan fullt af konum sem voru líka edrú. Ég held að fólk átti sig ekki á stærð mengisins. Ég set inn link á Bergþóru í tilefni söngsigurs okkar. Já, tilefnin hafa verið minni. Svo var farið í actionary þar sem liðið, sem ég og Magga og Auja (og einhverjar fleiri) vorum í, sigraði með yfirburðum. Ég veit, Kristín mín, að þetta var sárt. Deal with it!! Fortíð, smortíð... Summary: Það var hrikalega gaman í gær, ég hló alveg ótrúlega mikið og svona yfir höfuð, er ég svo glöð að ég held að ég sé að springa. Ég vissi ekki að manni gæti klæjað líkamlega af gleði. En svona er það. Líf og fjör

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home