Ég er búin að vera dauðasti bloggari ever, eða eins og Addi kollegi minn myndi segja, þá er ég nichts. Það er bara búið að vera svo gaman í verknámi að ég hef ekki litið upp. Ég veit vel að ég er geðveik en well... Ég fór á fimmtudaginn í sjúkraflug til Siglufjarðar og fannst flott. Ég hef aldrei áður flogið svona út Eyjafjörðinn og það var rosalega flott að horfa inn í Ólafsfjörðinn og Héðinsfjörðinn. Svona á líka að fást við Ólafsfjörð..horfa á hann úr flugvél í hæfilegri fjarlægð. EN bíðið nú við. Kellingin fór í sjúkraflug til Kulusuk í dag og það var rosalegt, sló Siglufjörðinn alveg út. Við lentum í frábæru veðri, alveg heiðskýrt og glampandi sól og alveg magnað að fljúga inn grænlensku firðina. Það var líka frekar fyndið að stíga út úr vélinni, hringja í Dodda og segja "hæ, ég er á Kulusuk" Annars var þessi ferð engin gamanferð, við vorum að ná í mjög unga, alveg hundveika konu. Grænlendingur, talaði ekki dönsku og ekki ensku og hún var alveg skíthrædd við okkur og ætlaði bara ekki að koma með okkur!! Þegar við lentum svo á Reykjavíkurflugvelli þá beið eftir okkur sjúkrabíll og ég var fyrst út úr flugvélinni. Sjúkraflutningamaðurinn veður upp að mér, mjög æstur og byrjar að spyrja; "er þetta mósa, er þetta mósa?? Við strípuðum bílinn, okkur var sagt að þetta væri mósa! Er þetta ekki mósa?" Ég horfði bara á manninn, vissi ekkert um hvað hann var að tala, en ætlaði sko ekki að láta hann vita það!! "Nei, þetta er enginn mósa...þetta er nýrnabilun." Hann róaðist ekkert við þetta og réðst næst á Daða. "Er þetta mósa?" Mér til mikils léttis sagði Daði að þetta væri ekki mósa. En það breytir því ekki að ég vissi ekkert um hvað hann var að spyrja, þetta hefði getað verið mósa. Ég veit núna hvað mósa er:) Grænland er mósafrítt svo þetta er fínt!!!! Lifið heil við þessar gagnlegu upplýsingar. Líf og fjör frá slysadeildinni á Akureyri.
Hadda, hvenær kemur þessi krakki??!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home