Stundum er yndislegt að vera sjómannsfrú, án þess að þetta sé áfellisdómur yfir Þóroddi. Það er bara svo yndislegt að hafa alla hluti eftir sínu höfði, hvað er í matinn og hvenær, hvað er gert, hvar allir hlutir eiga að vera o.s.frv. En þegar maður kaupir sér áskrift að stöð tvö, (til að sjá american idol) og getur alls ekki stillt það inn, og er búinn að hringja þrisvar á þjónustuverið án þess að fá úrlausn sinna mála, þá er ekki svo gaman að vera sjómannsfrú:( En Raggi unaður ætlar að koma eftir vinnu og bjarga þessu:)
Sniglabandið er með morgunþátt á Rás 2 á föstudögum. Þvílík snilld! Bæði eru þeir ótrúlega fyndnir og svo eru útsetningar þeirra á óskalögunum óborganlegar. Júróvisjón lagið var brilliant í þeirra útsetningu. Ég mæli með þeim.
Ingvar er búinn að horfa milljón sinnum á Júróvisjón keppnina, hann er með skoðun á öllum lögunum og keppendunum. Honum finnst rússnesku stelpurnar öskra og honum finnst tyrkneska gellan svolítið reið!! Sjálfur ætlar hann að keppa í Júróvisjón þegar hann er orðinn stór. Gay eða?!
Hrósið fær tvímælalaust Bankaræningi Íslands. Hann er ekki sérlega klókur að komast upp með glæpi sína, en tvö bankarán á tveimur vikum, geri aðrir betur. Mér finnst gaurinn óendanlega svalur. Hann er líka bara að þessu til að borga neysluskuldir. Þá er þetta allt í lagi. Líf og fjör.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home