luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ég fór í húsdýragarðinn með Ingvar í dag og Hildi vinkonu hans. Þar fundu þau einhvern bóndabæ og þar voru hjólbörur og alls kyns verkfæri og þau fóru að rækta korn og vökva það. Ekki var ég þó skilin útundan í þessum leik heldur fékk ég einnig hlutverk; "Mamma, þú ert fuglahræðan í leiknum".
Ekki löngu seinna var verið að mjólka kýrnar og það þurftum við að sjá. Fullt af börnum og foreldrar þeirra stóðu þarna í einum hnapp að fylgjast með. Þá segir Ingvar hátt og snjallt; "Ég vildi óska að ég væri kýr" Vinnukonan í húsdýragarðinum spurði hann hvort hann meinti ekki naut. "Nei ég vildi óska að ég væri kýr, og væri með fullt af mjólk inni í mér og bóndinn myndi koma og mjólka mig" Allir foreldrarnir skimuðu um eftir foreldri klikkaða barnsins, og ég hugsaði bara; "shit, nú verður hann tekinn af mér!"
Áður hafði ég verið með Ingvar í umferðarfræðslunni. Þar var löggan að brýna fyrir að foreldrarnir mættu ALDREI aka af stað og spenna sig svo. Ég þurfti að stíga á Ingvar og margtaka fyrir munninn á honum því honum lá mikið á að segja löggunni að mamma sín, keyrði alltaf af stað og spennti sig svo. Ég var ekki að láta það fara að gerast. Enda er ég súpermamma.
Þó að þessi færsla hafi verið tileinkuð Ingvari þá verð ég að láta smá fróðleik um mig fylgja með. Þegar ég var að keyra heim, stoppaði ég á rauðu ljósi, ég var í góðu skapi og all night long með Lionel Richie hljómaði á Létt. Ég hækkaði, söng með, barði í stýrið og sveiflaði höfðinu OG maðurinn í bílnum við hliðina á mér var að horfa á mig. OG það ætlaði aldrei að koma grænt. Þannig að ég varð að sitja þarna eins og fífl og halda haus á meðan ég beið eftir að það kæmi fjandans grænt. Já vinir mínir, líf og fjör.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home