luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, júní 25, 2003

Jæja undrabarnið á afmæli í dag. Einkasonurinn, Ingvar Þóroddsson, ekki vaktlæknir.
Við erum í góðu glensi, settum saman pleimóvíkingaskip, mikið fjör, svo kom Auja og Atli og Sirrý og Þórhildur eru á leiðinni að norðan og kannski kemur Palli!!! Sem sagt hér er heilmikið líf og fjör. Það sem gladdi mig mest af öllu er að Auja kom með Írafár diskinn sinn. Ég er búin að hlusta á stórir hringir (og hjartalaga) 18 sinnum. Þetta er besta lag, allra tíma, samið á íslensku. Fingur koma líka sterkt inn. Nú veit ég að nokkrir lesendur þessarar síðu munu fá fyrir brjóstið við að lesa þetta, og ég get bara ráðlagt eitt; Sobril. Til hamingju með daginn Ingvar. (eina barn Íslands sem á ekki síðu á Barnaland.is)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home