luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Nemar fá ekki að hafa rásir!!!


Það fauk örlítið í mig þegar ég las þessa frétt. Vegna þess að ég er nemi. Ég vissi ekkert um hvaða rásir var verið að fjalla sem ætti að taka af okkur nemunum, engu að síður, augljóst að hér væri um baráttumál að ræða. En svo tókst mér að lesa fréttina rétt og í samhengi. Shit maður!! Ég ER læs, ég er auk þess vel lesin og nokkuð klár bara. En svona hlutir koma fyrir mig. Einhvern tíma sá ég flettiskilti sem auglýsti happdrætti háskólans. Ég las þetta aftur og aftur og sneri mér svo forviða að Þóroddi og spurði; hvað er hás-KÓLI og hvers vegna þurfa þeir happdrætti? Sem er, mér til varnar, ekki jafn slæmt og gellan í MA sem fokreiddist þegar einhver reyndi að selja henni ALKA skótryggingu, sem hún taldi sig hreint ekki hafa nein not fyrir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home