luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Jæja ég varð fyrir dálitlu skemmtilegu þann 5. janúar, sem var bæðevei 1 árs afmælisdagurinn minn. Ég óskaði mér þess um morguninn að ég fengi að vita hvort haus og háls hefði gengið upp hjá mér. Og viti menn. Berast ekki fregnir af því að einkunnin sé komin. Svo ég hendist inn á netið mitt og fæ þar einkunnina "Fjarverandi". Ekki gott fyrir heví paranoid gellu eins og mig. "Bíddu ég fór í prófið, er það ekki??!" "Doddi ég fór í prófið, er það ekki??!!" "Bíddu ég man spurningar úr prófinu, er það ekki?!" Ómægod. Endaði á því að vekja Rögnvald Björnsson klukkan hálf tíu í gærmorgun. "Röggi við hittumst í Odda fyrir prófið, er það ekki??!!" Jújú, Rögnvaldur staðfesti það svo ekki varð um villst. Ég var í Odda og tók prófið. Hjúkk maður. Ég set allt í gang. Tala við kennara og skrifstofur, fjórar talsins, og viti menn, prófið mitt hafði gufað upp. Enginn vissi neitt og allir bentu hvor á annan. Olræt!! Þetta var náttúrulega greit. En klukkan 5 í gær hringdu þeir, prófið hafði fundist og yrði sent til kennara. Ekkert svona "afsakaðu óþægindin" eða annað væmið bull. En núna er ég að bíða. Og vil fá einkunn. Ætti ekki að óska þess of mikið þó. Prófið gæti fokið út um gluggann hjá Hannesi, beint inn um gluggann hjá Ellu Kollu sem kveikir í því með sígarettunni. Og þá er það bara haustpróf hjá mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home