luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ég verð að tjá mig aðeins um heimildamyndina "Í skóm drekans".
Mér fannst hún helvíti góð. Bæði með tilliti til atburðarrásarinnar og líka húmors. Mér fannst hún nefnilega frekar fyndin. Eitt af betri atriðunum er þegar einn af eigendum keppninnar biður hana að skrifa hvað hana langi til að verða. Hrönn: "Verða? Ég ER eitthvað." Fyrrverandi fegurðardrottning: "Já ég veit það, hvað þig langar að verða þegar þú verður eldri." Hrönn: "Ég get alveg sagt þér hvað mig langar til að læra og hvers vegna mig langar til að læra það" Þetta fannst mér alveg brilliant. Hún var svo vitsmunalega yfir þetta hafin, að það varð henni nánst ofviða undir lokin.
Nú er ég ein af þeim sem finnst fegurðarsamkeppnir alveg glataðar. Þá er viðhorfið í þjóðfélaginu þannig, að ég hljóti að vera á móti þeim vegna þess að ég er svo ljót að mér hefði aldrei verið boðið að taka þátt. Bara ljótt fólk fílar ekki fegurðarsamkeppnir. Eða að ég hljóti að vera íhaldssöm lesbía sem rakar sig ekki undir höndunum. Fólk er fífl.
Það sem mér finnst verst við hrútasýninguna er þegar verið er að kynna úrslitin, aðeins eitt sæti eftir, og þær standa þarna með stirðnuðu brosin og maður sér að hjartað nær ekki lengur að dæla blóði upp í andlitið, og svo fær ein sætið. Hinar standa með kökkinn í hálsinum, þráðbeint brosið og þylja í huganum: "það var gaman að vera með, það var gaman að vera með" svo að þær fari ekki að grenja. Þarna gildir einu þó þær séu í fegurðarsamkeppni Íslands, þær voru samt of ljótar til að vinna, og með þá sjálfsmynd fara þær heim. Svo verður minningin svo sár að þær roðna og blána og fara allar hjá sér ef einhver vogar sér að spyrja hvort þær hafi verið í hinni eða þessari keppninni. Ég hef aldrei hitt stelpu sem hefur tekið þátt í svona keppni sem skammast sín ekki fyrir það. Þetta er alltaf eitthvað sem ekki má ræða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home