luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 01, 2004

Það lesa of fáir bloggið mitt!!
Allavega var fullt af hálfvitum á sinfóníutónleikunum, sem létu viðvörun mína um veiðileyfi þeim til höfuðs, sem vind um eyru þjóta. Það eina sem varpaði skugga á fullkomna tónleika voru fávitar sem klöppuðu á milla kafla. Segjum sem svo að maður sé einn þessara fávita. Maður er að klappa, það eru ofsalega fáir að klappa og fullt af fólki sem klappar ekki. Heldur klapparinn (klepparinn) að hinir séu að fíla tónleikana svona ofsalega illa, og finnist þetta hreinlega ekki klappsins vert??? "Nei, þetta var svo ofsalega illa leikinn kafli að ég klappa ekki neitt!!! Fiðlurnar komu of seint inn á einum stað!!" Það var klappað eftir alla kaflana. Rottur í tilraunabúrum læra hraðar af reynslunni.
En annars voru tónleikarnir æði. Tárin láku ósjálfrátt í síðasta kaflanum og gæsahúðin dansaði eins og norðurljósin á líkamanum mínum. Svo var maður þarna í ekki verri félagsskap en sjálfs forsetans. Dorrit lét sig þó vanta. Hún hefur sennilega verið að pakka niður fyrir Dalvíkurferðina, því þar ætla þau einmitt að vera í dag. Einkakórinn hennar mömmu er sjálfsagt búinn að vera æfa dag og nótt, en hann er skipaður einstaklingum undir 6 ára aldri. Og svo eiga allir Dalvíkingar að fá köku. Mér finnst að Dalvíkingar á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá senda köku að norðan. Mér þætti það ekki of mikið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home