luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, maí 05, 2004

Mig langar örstutt að votta honum Þórði virðingu mína. Góður vinur og bekkjabróðir Þórgunnar systur verður jarðsunginn í dag. Þórður var flottur náungi. Með eindæmum hávaxinn, en samt svo myndarlegur. Ég man í fermingunni þeirra krakkana, þá var ekki til neinn kirtill á Þórð. Farið var inn á Akureyri og fundinn stærsti kirtillinn þar en samt náðu ermarnar rétt niður fyrir olnboga. Það var hálf spaugilegt og sjálfur brosti hann sínu blíðasta. Drepfyndin sagan af honum sem ég las í morgun. Einhverju sinni var hann of seinn í tíma í MR eftir leikfimi. Þegar kennarinn skammaði hann og sagði að allir hinir væru löngu komnir, þá sagði Þórður: En ég hef miklu meira til að þurrka.
Ég hló þegar ég las færsluna á blogginu hans um það að vera "tussulegur". Einstaklega kúl pælingar þar á ferð. Ég óskaði þess nánast að þær væru mínar eigin. En ég óskaði þess líka, á meðan ég hló, að sá sem að skrifaði þetta væri lifandi.
Orð eru fátækleg þegar svona atburðir verða. Ég óska þess bara að það sé friður með Þórði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home