luxatio hugans

awakening

mánudagur, júní 21, 2004

Ímyndunarveiki og klígja

Ég hef allt mitt líf bæði verið ímyndunarveik og klígjugjörn. Það er ekki góð blanda. Ég gat ekki borðað skúffuköku í nokkur ár því ég ímyndaði mér að Fílamaðurinn hefði verið settur í hana. Fílamaðurinn var nefnilega alsettur kýlum og það má vel sjá kýli út úr loftbólunum sem myndast í skúffukökum við baksturinn. Annað var Kornflexlausa tímabilið mitt. Þá taldi ég mér trú um að kornflexflögurnar væru augnlok sem einhver hafði plokkað af fólki og dundað sér við að þurrka og selja grunlausu fólki sem staðgóðan morgunverð. Vá hvað ég vorkenndi fólki sem borðaði kornflex.

4 Comments:

At 10:46 f.h., Blogger B said...

Þá er ég búin að henda augnlokapakkanum mínum takk kærlega fyrir.

 
At 3:41 e.h., Blogger Ally said...

Hey róleg með paranoiuna!!!
Þetta voru bernskubrek hjá mér....

 
At 10:08 e.h., Blogger B said...

Það er ekki eins og ég sé e-ð ofsalega þroskuð

 
At 10:08 e.h., Blogger Iceland Today said...

Kornflexaugnlok? Allý? Ha?

 

Skrifa ummæli

<< Home