luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Fyrsti í sumarfríi

Ahh, hvað það er ljúft. Ég sit og bíð eftir að Kristín Linda komi og fari með mig á eitthvert kaffihús til að borða morgunmat. Það finnst mér afar heimsborgaralegt. Kristín Linda er svo mikill bóhem. Ekki ég.
Ástæðan fyrir því að sumarfrí mitt hefst á miðvikudegi en ekki mánudegi, eins og eðlilegra hefði verið, er sú að ég fór beint í rottukjötið úr börnunum. Ég vissi ekki hversu mjög ég hafði saknað rottukjötsins fyrr en ég naut samvista við það á ný. Klippa til rottukjöt í hæfilega stóra bita, leysa það upp í viðbjóðslegum vökvum svo barnið mitt fæðist örugglega ekki edrú, hakka allt draslið, setja í skilvindu og sjúga loks  bara fituna frá og safna henni í þar til gerð glös, pyrexglös fyrir fróðleiksfúsa. Og til hvers allt þetta bögg? Jú. Aðalheiður et al. ætla sér að leysa ráðgátuna um offituvandann, því í þeim bransa liggja peningarnir gott fólk. Nei okei, Guðrún Skúladóttir et al. þar sem Aðalheiður er eitt af þessum al. En einn góðan veðurdag verða það Aðalheiður Jóhannesdóttir et al. Já sá dagur mun koma.

4 Comments:

At 11:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha?

Kveðja Palli

 
At 9:34 f.h., Blogger Ally said...

Ha hvað Palli minn??

 
At 4:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég skil bara ekki orð af því sem þú ert að segja
Palli

 
At 4:38 e.h., Blogger Ally said...

Það er vegna þess að þú ert svo óakademískur. En það stendur allt til bóta.

 

Skrifa ummæli

<< Home