luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, desember 22, 2004

Auglýsingaskrum

Í þessu auglýsingaflóði sem hellist yfir mann þessa dagana, er ein auglýsing sem vekur sérstaka athygli mína. Þar er sæt lítil stúlka sem segir frá því að hún og pabbi hennar hafi flækst út um allan bæ í leit af jólagjöfum og þegar upp var staðið hafi þau fengið allar sínar jólagjafir í þremur búðum. BT Skeifunni, BT Smáralind og BT Grafarvogi. Mín viðbrögð við auglýsingunni eru neikvæð. Hvað er að lagernum í þessum verslunum ef maður þarf að flækjast í þær allar þrjár til þess að fá það sem manni vantar??? Gaman að vera í BT í Grafarvogi og ætla að kaupa einhvern tölvuleik, nei hann er búinn, bíddu ég skal hringja........... hann er til á Smáralind, þeir ætla að taka hann frá fyrir þig þar. Og þurfa þá að keyra yfir hálft landið til þess að nálgast tölvuleikinn.
Ég er ekki að segja að þetta sé endilega svona......... EN þetta er mín tilfinning við auglýsingunni. Sem sagt auglýsingin er klárlega ekki að virka, drulluléleg bara. Vona að Jóhann Þórsson, aka Jói Krói hafi ekki samið hana. Jamm.