luxatio hugans

awakening

föstudagur, desember 17, 2004

Öxin og jörðin

Held svei mér að mig langi bara í leikhús í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Ekki nóg með að bókin sé einhver albesta bók sem ég hef lesið, heldur er sýningin blessunarlega laus við alla leikarana sem valda útbrotum á mér. Sem er vel.
Annars merkilegt með mig, þegar ég les svona bækur um löngu liðna atburði sem eru í öllum sögubókum, að ég var að vona allan tímann að þeir yrðu ekki hálshöggvnir feðgarnir. Það var hrikalegt alveg. Manni var farið að þykja svo vænt um þá í lok bókar.
Þetta er eins og að horfa á Titanic og vona að skipið sökkvi ekki og að Gyðingarnir hefðu ekki verið sendir í útrýmingarbúðirnar í Schindlers list. Maður breytir líklega ekki sögunni.