luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Hlandpollur í stígvélum

Ja illt er, ef satt reynist. Það er fokið í flest skjól frjálshyggjunnar ef mesti óvinur forræðishyggjunnar Ólafur Teitur Guðnason, vill nú fara að beita forræðishyggju á sjónvarpsdagskrá landsmanna. Hann hafði víst komið að syni sínum inni í þvottavél, að taka áskorun að hætti Strákanna. Nú, þá skal óðara flytja þáttinn framyfir háttatíma guttans!!
Þegar frjálshyggjan getur ekki alið upp börnin sín þá má beita forræðishyggju.
Gefðu þér bara tíma góurinn til að ala upp krakkann þinn!

Ég horfi á Strákana með Ingvari. Okkur finnst það mjög gaman. Ég sagði við Ingvar þegar Pétur gleypti peninginn að þetta mætti hann aldrei gera. Nei ég veit, sagði Ingvar. Málið leyst og vonandi fáum við mæðginin að horfa áfram á strákana saman.

Þetta sannar fyrir mér það sem ég hef lengi haldið að frjálshyggja sé svona ungæðisfyrirbæri sem dalar með auknum þroska. Það sést nú á Ólafi Teiti nú þegar hann er farinn að kljást við málefni fullorðna fólksins. Þess vegna finnst mér svo gaman að tala um frjálshyggjuguttana. Þetta eru bara guttar.

Amen