luxatio hugans

awakening

föstudagur, apríl 01, 2005

Ommi dagsins

er Auðunn Georg Ólafsson. Ég var á bandi þessa geðuga manns, sem eftir því sem ég fæ best séð, gerði ekkert annað af sér en að sækja um vinnu og vera ráðinn í hana. Allir sem ég hef rætt þetta við eru sama sinnis. Þannig að ef að fréttamenn RUV halda að þeir séu ægilegar hetjur í augum þjóðarinnar fyrir svívirðislegasta einelti sem framið hefur verið á íslenskum vinnustað, þá skjátlast þeim hraparlega. Ég hef skömm á þeim. Mig langar að taka í hnakkadrambið á fólki þarna uppi í Efstaleiti og hrista það, á meðan ég spyr hvort mamma þeirra hafi ekki kennt þeim neina mannasiði. Skammist ykkar ljóta fólk!

Og með því að hann hafi ákveðið að taka ekki við starfinu finnst mér eins og eineltisbullurnar hafi haft betur og skilaboðin út í samfélagið séu þau að ef okkur líkar ekki við samstarfsfélaga þá eigum við bara að vera nógu ömurleg við hann, bara einmitt nógu ömurleg til þess að hann segi upp störfum. Ekki það að ég hafi ekki fullan skilning á þeirri ákvörðun Ég var með kökk í hálsinum af meðvirkni þegar ég horfði á fréttamyndirnar af honum koma í nýju vinnuna sína í fyrsta skipti. Í leigubíl, sem er skiljanlegt. Hann hefur örugglega þurft að skvetta í sig til að ganga þessu þungu skref. Hrumpf.