luxatio hugans

awakening

sunnudagur, maí 29, 2005

Fórnfýsi eða græðgi?

Ég var stopp á rauðu ljósi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Ég var staðsett í Lönguhlíðinni og horfði á umferðina á Miklubrautinni bruna framhjá á ógnarhraða. Kemur þá svífandi mávur, sem hringsólar í smástund og steypir sér svo niður í götuna, fullt af bílum að koma æðandi og hann rétt slapp á loft aftur með eina skitna franska kartöflu í gogginum. Ég varð ofsalega hrifnæm eitthvað því ég held að ég hafi aldrei þráð neitt jafn ákaft í lífinu og þessi mávur þráði þessa frönsku kartöflu. Ég hef allavega aldrei lagt lífið að veði til að ná því. Þess vegna hefði verið ofsalega kúl að fylgja honum eftir og sjá þegar hann gaf soltnu ungunum sínum frönskuna sem hann fórnaði næstum lífinu við að afla þeim. En reyndar eru mestar líkur á því að hann hafi sporðrennt henni sjálfur og er þetta þá einhver gráðugasti mávur sem uppi hefur verið.