luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 28, 2005

Mætt aftur

Hingað til hefur enginn dáið við það að flytja rannsóknarverkefnið sitt og viti menn, það gerði ég ekki heldur. Komst nokkuð klakklaust og lifandi frá þessu. Sem er fínt. Ákvað að setja nokkrar línur hingað inn áður en ég hverf inn í ritgerðina mína.

Ég horfði á Garden State í gærdag þegar ég var búin að flytja fyrirlesturinn minn. Henti mér kúguppgefin upp í sófa með teppi og ís með oreo kexi. ÞESSI MYND ER ARGASTA SNILLD!!!! Samtölin eru svo vel skrifuð að það var hreinn unaður. Ég ætla ekki að skemma myndina fyrir neinum en hún er skylduáhorf. Ég er alltaf að komast að því betur og betur að maður á bara að horfa á svona low profile myndir. Enga Hollywood formúlu, því hún er löngu dauð. Myndir sem eru einhvern vegin þannig að maður hefur aldrei séð nákvæmlega þannig mynd áður, þær eru bestar. Þetta er það sem gerðist þegar maður sá Sixth sense og Fight club.
Annars fer ég ekkert ofan af því að Punch drunk love með Adam Sandler er bara ein af þeim betri ever. Jamm.