luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, maí 04, 2005

Ingvar

vann sinn fyrsta leiksigur í gærkvöldi. Hann var rosalegur í hlutverki sögumanns í meistarastykkinu Rauðhettu. Þegar ég sagði fólki að Ingvar yrði sögumaður, voru viðbrögð fólks ávallt: "Auðvitað, hvað annað!"
Þetta var rosaleg uppfærsla. Allir foreldrar og grandforeldrar mættu og settu bakkelsi á langborð. Því næst hófst sýningin. Leikmyndin var rosalega flott, krakkarnir í litskrúðugum búningum og léku á hljóðfæri. Dýrin í skóginum bæði sungu um óvissuferð Rauðhettu í gegn um skóginn og brugðu fyrir sig rútíneruðum dansi. Baldur stóð á kantinum með videocameruna sem kom SOS að norðan í gær, og Dodda varð að orði að ef allt hefði verið með felldu þá hefði hann sjálfur komið of seint eða helst misst af sýningunni. Þá fattaði ég að við vorum stödd á skólaskemmtun í Hollywood kvikmynd.
En án gamans þá var þetta rosalega flott. Það var fullt af dýrum í skóginum en mér fannst mörgæsirnar flippaðastar:) Gaman að því.