luxatio hugans

awakening

laugardagur, júní 11, 2005

Ég hata......

kvennahlaupið. Drottinn minn hvað ég er hrokafull þegar kemur að þessu andskotans kvennahlaupi. Mér finnst þetta það hálfvitalegasta sem ég man eftir í augnablikinu. Þegar ég vaknaði, ofboðslega seint, í morgun og rölti unaðslega úldin út á svalir þá blasti þessi hörmung við mér. Sílspikaðar kellingar kjögðu framhjá húsinu mínu, það vantaði bara að þær væru með retturnar í annarri og hammarann í hinni en vegna þess að þær eru í forljótum bol merktum ÍSÍ, NB, túrkísblár í ár, þá teljast þær formlega vera að hlaupa kvennahlaup. Svo bætti ekki úr skák að það fór fram undir yfirskriftinni "Áfram stelpur" í ár. Hvernig væri að koma einhverju á laggirnar þar sem konum verður smalað í einhverjar yfirgefnar réttir sem finnast víðsvegar um landið og þær látnar jarma þar saman. Ég sé ekki mikinn grundvallarmun á þessu tvennu. Mér finnst þetta líka eitthvað svona afturábak í jafnréttisbaráttunni. Það yrði allt vitlaust ef blásið yrði til hlaups þar sem konum væri meinaður aðgangur. Nei þetta er eitthvað mis. Þið munuð aldrei, ALDREI, sjá mig í þessum bol, í þessu hlaupi. Hins vegar klæddi ég mig í töff nýju Levi's gallabuxurnar mínar og NIKITA hettupeysuna mína og fór út í göngu með börnin mín. Og var ekki minna heilbrigð þó á mig vantaði helvítis bolinn. Eins og ein mögnuð frænka mín orðaði það: Ég myndi ekki einusinni mála í þessum bol!! Word sister.