luxatio hugans

awakening

föstudagur, ágúst 19, 2005

Bloggandinn

Skrítið að bloggandinn hafi ekki komið yfir mig þar sem ég er nú að fara í próf og svona. Það er ekkert að haga sér eins og venjulega. Veðrið búið að vera ömurlegt........sem er gott, og ég hef ekkert fengið yfir mig andann af rugli þegar ég á að vera með hugann við bókina. Sem gæti þýtt að mér þætti lyfjafræði skemmtileg en það er hreint ekki svo.
Sumarið í þeim skilningi er búið. Doddi draumstautur hætti í Óló í dag. Hef ekki töluna á fjölda fólks sem tjáði mér í óspurðum hve yndislegur Þóroddur væri. Kannski að fólk sem man eftir mér í gamla daga sé hálf hissa á því að maðurinn sé með réttu ráði. Hvað veit ég?
Doddi og Ingvar eru farnir suður og ég og Ester förum suður í kvöld. Ég er full tilhlökkunar eins og barn á aðfangadag. Ég get EKKI BEÐIÐ eftir því að komast heim til mín. Stefnan er sett á Todmobile á hafnarbakkanum annað kvöld. Glætan að maður myndi ekki vera þar!!!

Verð að segja sögu af Ingvari sem ég kann ekki almennilega við að setja inn á barnaland, og þó....... hún gæti endað í gullkornunum.
Ingvar fór með frænku sinni í heimsókn til vinar frænkunnar sem er hommi og býr með manni. Þar voru myndir af þeim á veggjunum og frænkan sá að Ingvar var spyrjandi á svip. Honum var sagt að þeir væru skotnir í hvorum öðrum og byggju saman eins og hjón. Ingvar sagði þeim að þeir gætu þá ekki eignast börn og þeir samsinntu því. Þegar Ingvar var búinn að melta þetta í smástund þá sagði hann: "Þetta finnst mér nú dálítið hommalegt."
Þarna er hann að tengja í fyrsta skipti aðstæður við það sem honum hefur verið kennt að sé að vera hommi. Og fólki fannst það bara fyndið, líka hommunum:)