Helgarblogg
*Kaffihúsaferðin neyðarlega/krúttlega á fös.
*Matarboð hjá Pétri sem er með skemmtilegri mönnum á föstudagskvöldið. Rauðhærðir töpuðu í einvíginu við fallega fólkið af guðs náð/ skv. vestrænum stöðlum.
*70 manna barnaafmæli hjá Hr. og Frú Kort á laugardeginum. Ok þau höfðu góða afsökun fyrir herlegheitunum. Annars hefði verið kallað á geðkonsult.
*Júróvisjón á laugardagskvöldinu. Öll lögin voru betri í live flutningi en ég hafði átt von á. Geðveikt að sjá Silvíu taka við verðlaununum. Hvað er gellan spontant fyndin?? Við Magga tókum dýfur til að lenda ekki inni á linsunum sem voru á Frosta þegar úrslitin voru tilkynnt.
*Þrítugsafmæli hjá hressri konu sem kennd er við bata að júróvisjón loknu. Þar var sæt sæt stúlka sem ætlar að verða svilkona mín. Ég meina hversu margir fara á annað deit eftir blint deit?? Ég geri engar óraunhæfar kröfur til fólks.
*Sunnudagurinn. Konudagurinn. Fékk afar fallegt, frumsamið og myndskreytt ljóð frá syni mínum í tilefni dagsins. Ég klökknaði bara þegar ég las það. Það er sagt að konur eigi að velja sér mannsefni út frá því hvernig þeir koma fram við mæður sínar. Ingvar lofar góðu þar. Mamma á afmæli í dag. Hálf níræð er konan sú. Til hammara með ammara mammara.
*Sunnudagur frh. Alltof stutt í próf. Barónstígur *hrollur*
*Walk the line í kvöld.
<< Home