luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Mörlandinn

getur verið alveg ótrúlegt mör. Ég heyrði fólk fárast yfir því í útvarpinu í dag að Silvía Nótt yrði að gæta sín á því að haga sér sómasamlegar nú þegar hún væri orðin fyrirmynd ungra stúlkna!!Mikið djöfull getur fólk verið fjandi heimskt. Ég get ekki ímyndað mér það að þegar Ágústa og Gaukur fóru á stað að skapa persónu sem væri hégómagjörn, sjálfhverf, illkvittin og heimsk að sú persóna ætti að vera fyrirmynd ungra stúlkna. Í mínum huga endurspeglar persónan mannveru sem er andstæða alls þess góða í fari mannsins.
Og nú á hún allt í einu að gæta að sér því hún er orðin fyrirmynd? Notið tækifærið pípúl. Silvía Nótt er fyrirmynd þess sem ekki á að gera. Allavega er Ingvar alveg með það á hreinu að Silvía Nótt er montrass og það vill enginn leika við montrass. Ingvar er greinilega greindari en fólk sem tekur upp símann til að hringja í útvarpið.