luxatio hugans

awakening

laugardagur, apríl 08, 2006

Síðasti í bili

er af Jónasi Magnússyni sem helmingur lesenda veit að er skurðlæknir, en hinn helmingurinn veit það núna. Við vorum svona 8-10 manns í klínik hjá honum nokkrum dögum fyrir vitjunarprófið í kirugiunni. Menn voru misupptrekktir, ritari þessarar síðu ansi upptrekkt, og Jónas greyjið fékk lítinn frið til að vera með þessa klínik sína, svo upptekin vorum við af yfirvofandi prófi. Loksins fékk Jónas nóg og sagði: "Krakkar, það fyrsta sem þið þurfið að vita um þetta próf er, að það er öllum skítsama um það hvernig ykkur gengur á þessu prófi!! Munið bara að common things happen commonly. Ef þið heyrið hófadyn þá ekki gera ráð fyrir því að þetta sé sebrahestur. Og svo endar þetta próf alltaf eins og velheppnað afmæli með því að einn fer að grenja." Við sátum þarna þögul og pínu móðguð yfir því að öllum væri skítsama um þetta próf sem var að setja veröldina á annan endann hjá okkur (ég allavega). Þangað til að einhver spurði: "Hvað áttu við með að grenja eins og í VELheppnuðum afmælum?" Og Jónas svaraði: "Jú, eftir allar velheppnaðar afmælisveislur, þá endar afmælisbarnið grenjandi í lok dags, bugað af velgengninni."