luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, maí 10, 2006

Pirringur

Það fer sjúklega í taugarnar á mér, í þessari borg sem er sundurskorin af ljótum umferðaræðum, að af þeim 7 mínútum sem það tekur mig að hjóla heiman að frá mér upp á LSH þá þarf ég að bíða 5 mínútur til að komast yfir Miklubrautina á gatnamótunum við Reykjahlíðina. Hvaða rugl?? Nei svona í alvöru, hvenær á að breyta þessari ömurlegu forgangsröðun sem setur bíla ofar öllu?? Finnst sama fólki og grenjar yfir verðmætu byggingarlandi í Vatnsmýri það virkilega í lagi að setja fleiri hundruð ferkílómetra ofanjarðar undir bílastæði nýs hátæknisjúkrahúss?? Ég öskra eftir heildaryfirsýn þessara blessuðu stjórnmálamanna. Ég kýs ekki í þessum blessuðu borgarstjórnarkosningum nema ég fái svar við því.