Í fréttum er þetta helst
Það er ekkert að frétta! Próflestur-verknám-próflestur-verknám-próflestur-verknám. Svör mín við öllum spurningum þessa dagana er: "ég get það ekki, ég er að lesa undir próf." Fólk sýnir því fullan skilning, en svo vill það vita hvenær ég er að fara í próf. Þegar svarið er 18. maí, renna tvær grímur á fólk. Þá fer fólk að efast um gæði fjarvistarsönnunnar minnar og telur hana fyrirslátt. Sannleikurinn er hins vegar sá að við erum í verknámi inni á deildum 8-16 til 17. maí og svo mætum við hress í verklegt próf 18. maí. Ég tilheyri reyndar lánsamari helming bekkjarins. Við klárum verknámið 17. maí eða hálfum dag fyrir prófið. Hinn helmingurinn fékk bara frí til að mæta í verklega prófið. Svo ég vitni nú orðrétt í meilið sem við fengum sent: Forsvarsmenn kirurgiuprógramms hafa gefið leyfi fyrir 2 1/2 tíma fjarveru á meðan þið takið prófið. Þið eruð í námi á spítalanum fyrir utan þann tíma. Við fengum náttúrulega óstöðvandi hláturskast þegar við lásum þetta á Barónstígnum. Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Að loknu verklega prófinu fæ ég svo nákvæmlega 7 daga til að lesa undir próf sem 6. árið fékk 2 mánuði+ til að lesa undir. Við erum náttúrlega ekki að fara í "sama próf" og 6. árið. Ég nenni ekki að lenda í rifrildi um þetta á morgun við fólk sem viðkvæmt fyrir því að 4. árið sé í 6. árs prógrammi. Svoleiðis að við erum ekki að fara í "sama próf". Við fengum reyndar alla sömu fyrirlestranna og 6. árið og fæstir fyrirlesaranna nenntu að hafa fyrir því að breyta fyrirsögninni úr fyrirlestur fyrir 6. ár í fyrirlestur fyrir 4. ár. En þeir munu náttúrulega án efa setjast niður og semja allt öðru vísi spurningar upp úr sömu fyrirlestrunum fyrir okkur á 4. ári. Einmitt. Bara nokkrum dögum eftir að þeir lögðu próf fyrir 6. ár. Einmitt. Menn sem nenna ekki að breyta fyrirlestrunum sínum ár eftir ár. Einmitt. Og svo eru heilir 5 dagar fyrir munnlegt kirugiupróf 31. maí. Hver þarf meira en 5 daga til að renna yfir bæklunarlækningar, hjarta og lungnaskurðlækningar, æðaskurðlækningar, heila og taugaskurðlækningar, þvagfæraskurðlækningar, almennar skurðlækningar og slysalækningar?? Ekki ég að minnsta kosti.
Jákvæð staðhæfing: Ég hef drullu nógan tíma til að lesa undir þessi próf. Of mikill lestur er fyrir aumingja!!
<< Home