luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Besti vinur skiptinemans

Hrafnhildur frænka mín varð þrítug þann 4. mars síðastliðinn. Þegar hún bauð mér í þrítugsafmælið þá fór ég strax að hugsa hvað ég gæti sagt um hana í afmælinu. Ég var svo á kafi í prófum síðustu tvær vikurnar fyrir afmælið sem ég kláraði sama dag og afmælið var svo ekki gat ég lagst yfir það að semja einhverja ræðu. Þó hugsaði ég alltaf um þetta annað slagið en allt sem kom upp í huga minn var einhvern vegin svo sjúklega óviðeigandi. Mjög fyndið......... en sjúklega óviðeigandi. Eitt var reyndar ekki svo óviðeigandi en erfitt var að setja það í fyndinn búning. Það var það að Hrafnhildur var alltaf besta vinkona skiptinemans. Alveg sama hvaða skiptinemi það var, hvers kyns eða frá hvaða landi, alltaf var Hrafnhildur mætt, boðin og búin að vera skiptinemunum innan handar. Svo endaði hún alltaf á því að vera eini vinur þeirra því það vill enginn vera vinur skiptinemanna. Hún þurfti ekkert að gera þetta til að eignast vini sjálf. Hún hefur alltaf átt heilan haug af vinum. Þetta var bara hreinræktuð skiptnemaphilia. Sit ég svo í sakleysi mínu í gærkvöldi að horfa á Kastljósið. Birtist þá ekki innslag um nemendaverkefni í Háskólanum á Akureyri um útlendinga búsetta í Eyjafirði. Rætt var við forsvarsmann verkefnisins og hver er það önnur en HRAFNHILDUR R. VIGFÚSDÓTTIR! Búin að finna nýjan farveg fyrir skiptinemaphiliuna sína. Vel gert cousin Hab!!