luxatio hugans

awakening

mánudagur, apríl 17, 2006

Snilldar auglýsingamennska

Á hverju er fólkið sem samdi Gevalia kaffiauglýsinguna með fyrrverandi fegurðardrottingunni?? Fyrrum fegurðardrottning, opnar Gevalia kaffipoka inni í skrifstofubyggingu og við það síga þrír "mexicóar" með sombrero á hausnum niður úr loftinu og byrja að spila á gítar í æðislega suðrænni kaffistemningu. Verulega vond hugmynd, við getum öll verið sammála um það en hugsum okkur nú hvernig þetta gerist.

1. Hópur fólks situr og brainstormar á auglýsingaskrifstofunni.
2. Einhver fær þessu ömurlegu hugmynd
3. Allir hinir á fundinum hlusta á ömurlegu hugmyndina og finnst hún góð.
4. Hugmyndin er sögð leikstjóra sem samþykkir að taka þátt í verkefninu
5. Reynt er að fá fyrrum fegurðardrottningu til liðs við verkefnið, sem samþykkir að taka þátt í þessu.
6. Reynt er að fá 3 reykvíska pilta til að leika svífandi, hressa mexicóa. Þeir samþykkja að taka þátt.
7. Upptakan er sýnd forsvarsmönnum Gevalia (gæti reyndar verið kynnt sem liður 4) sem lýst vel á þessa auglýsingu til að koma vörunni þeirra á framfæri.

Ég sé ótal útgönguleiðir þar sem einhver hefði getað kveikt á perunni og sagt: Obbobobb. Þetta er afleit hugmynd. Við skulum ekki framkvæma hana.
En einhverra hluta vegna gerðist það ekki.