GCD
Ég heyrði lagið Mýrdalssandur í útvarpinu í gær. Það rifjaði upp minningar. Ég fór í skólaferðalag eftir 8. bekk. Í skólanum sem ég var í þá, var hefð að fara hringinn í kringum landið á þriggja ára fresti með 8., 9. og 10. bekk. Það þarf tæplega að taka fram að þetta var ekki fjölmennasti skóli landsins. Sama vor gáfu Bubbi og Rúnar út GCD sem innihélt slagarana Mýrdalssandur og Kaupmaðurinn á horninu. Diskurinn (eða kannski kassettan, ég man það ekki) var að sjálfsögðu með í för sem og ghettoblaster sem við keyptum batterí í, á hverjum áfangastað. Einu lögin sem við hlustuðum á alla ferðina, voru þessi tvö. Restin af disknum (kassettunni) var ógeðslega leiðinlegur. Að sjálfsögðu kunnum við textana og sungum hástöfum og fengum aldrei leið á lögunum. En einn fékk leið. Það var bílstjórinn okkar hann Felli, Felix Antonsson á Ljósalandi. Hann brjálaðist á Kirkjubæjarklaustri og gerði ghettoblasterinn upptækann. Það sem eftir lifði hringferðar hlustuðum við á Rás 2.
<< Home