luxatio hugans

awakening

sunnudagur, apríl 23, 2006

Tvífarar

Doddi var að leika sér á einhverri tvífarasíðu á netinu, þar sem maður gat sett inn mynd af sér og fengið að vita hvaða celebrity maður líktist helst.
Þetta, dömur mínar og herrar, er Tarja Halonen, Forseti Finnlands en hún er einmitt það celeb sem Doddi líktist mest.
Eftir að hafa ÖSKRAÐ úr hlátri í hálftíma, tókst mér að gleyma þessari vandræðalegu samlíkingu við mannsefni mitt. Eða allt þar til í gærkvöldi þegar við Doddi opnuðum loksins svona páskaegg fyrir tvo, ástareggið frá Mónu. Í því voru tveir málshættir, annar væminn og auðgleymanlegur en hinn hljómaði á þennan veg: Ekki eru allar ástir í andliti fólgnar. Upphófust nú þrætur hjá okkur hjónaleysunum hvort okkar hefði fengið þennan málshátt og hvort okkar hinn væmna, sæta málsháttinn. Þá lagði ég náttúrulega Tarja Halonen spilin á borðið og málið var dautt.