Tvífarar

Þetta, dömur mínar og herrar, er Tarja Halonen, Forseti Finnlands en hún er einmitt það celeb sem Doddi líktist mest.
Eftir að hafa ÖSKRAÐ úr hlátri í hálftíma, tókst mér að gleyma þessari vandræðalegu samlíkingu við mannsefni mitt. Eða allt þar til í gærkvöldi þegar við Doddi opnuðum loksins svona páskaegg fyrir tvo, ástareggið frá Mónu. Í því voru tveir málshættir, annar væminn og auðgleymanlegur en hinn hljómaði á þennan veg: Ekki eru allar ástir í andliti fólgnar. Upphófust nú þrætur hjá okkur hjónaleysunum hvort okkar hefði fengið þennan málshátt og hvort okkar hinn væmna, sæta málsháttinn. Þá lagði ég náttúrulega Tarja Halonen spilin á borðið og málið var dautt.
<< Home