MND eða nei annars...
Frá því ég byrjaði í verknáminu á taugadeildinni hef ég orðið sannfærðari og sannfærðari með hverjum deginum að ég sé með MND. Einkennin hrönnuðust upp hvert af öðru, máttleysi í útlimum, dysphagia, tungan definately farin að rýrna, og síðast en ekki síst.......... helvítis fasiculationir í öllum líkamanum. Þessar fasiculationir, eða fjörfiskur eins og pöpullinn kallar það, fóru svo stigmagnandi með hverjum deginum og voru náttúrulega bæði komnar í tunguna og augun. Frábært. Það, ásamt kyngingarörðugleikunum, merkti að ég var að presenterast með bulbar form sjúkdómsins eða alversta form sem hægt var að fá. Ég var við það að bugast úr sjúkdómnum í gærkvöldi en náði að harka af mér og mæta á deildina í morgun. Eftir hádegi var svo kennsla hjá Elíasi. Allt í einu segir hann að hann verði að minnast á fyrirbæri sem sé ákaflega algengt meðal lækna og læknanema um allan heim. Það sé þessi sannfæring sem svo margir fá um að vera komnir með MND, sérstaklega byggð á fasiculationum. Fyrirbærið kallaði hann Benign Fasiculation Syndrome. Vúff. Það var þungi fargi af mér létt. Nú er best að vinda sér óhikað í það að óttast næsta sjúkdóm sem gæti drepið mig.
<< Home