Tanblogg
Er komin heim frá Króatíu, þokkalega tönuð. Sverrir félagi minn setur inn tanmyndir af sér á bloggið sitt. Ég tel mig yfir slíkt hafna. Er því ekki um að kenna að ég hafi minnimáttarkennd gagnvart tani Sverris, ég bara treysti því að lesendur trúi þegar ég segist vera vel tönuð. Annars varð Ingvar lang brúnastur í fjölskyldunni. Ég mun heldur ekki setja inn myndina, sem ég taldi (með miklum fortölum) barnið á að leyfa mér að taka, af bakhluta hans, þar sem sést svo skemmtilega hvar snjóhvítur rassinn og mórautt bakið mætast. Ég var alltaf að grínast eitthvað í honum og kallaði hann Gaggsa tanaða og á hverju kvöldi barst það í tal að Ingvar væri lang tanaðastur í fjölskyldunni. Áhersla er hér vakin á því að aldrei var notast við hugtakið "að verða brúnn" í ferðinni. Nema hvað að í rútunni á flugvöllinn á leiðinni heim var Ingvar að horfa á ferðaDVDspilarann með heyrnartól í eyrunum þegar hann gólar allt í einu, allt of hátt eins og börn með heyrnartól gera: "Mamma heldur þú ekki að Steinþór (fararstjóri Heimsferða) sé lang tanaðastur af öllum í rútunni? Af því hann er alltaf í Króatíu?" Ingvar vakti lukku í rútunni með kommentinu. Ester fékk líka rosa athygli þarna úti. Sérstaklega eftir að hárið var orðið næstum alveg hvítt í sólinni þá var fólk alltaf að horfa á eftir henni og kalla eitthvað til hennar. Ítalarnir sem voru á hótelinu okkar vildu líka koma við hárið á henni. Ég skil reyndar ekki þá tilhneygingu. Aldrei hef ég fundið hjá mér þörf að fá að koma við hárið á svartri manneskju. Hvað býst fólk við að finna?
<< Home