luxatio hugans

awakening

laugardagur, september 16, 2006

Soul

Fórum á Sálina og Gospelkórinn í gærkvöldi. Hafandi eytt unglingsárum mínum í að vera Sálargrúppía nr. 1, þá gat ég ekki látið mig vanta þegar gefið var út að gömlu góðu lögin yrðu sett í gospelbúning. Þegar tónleikarnir byrjuðu með gospelútsetningu á laginu Ekkert sem að breytir því, þá rann þakklætistár niður kinn mína. Ég bara sat og upplifði þakklæti. Sem er spes fyrir einhvern sem er jafn vanþakklát og ég er. Tónleikarnir voru absolutly sturlaðir. Og Óskar Einarsson! Eruð þið að grínast?! Ég fattaði bara í gærkvöldi að besti friggin píanóleikari landsins spilaði í brúðkaupinu mínu. Hhafði í raun og veru ekkert verið svo imponeruð fram að því, bara ofsalega þakklát að hann sló ekki EINA feilnótu. Það fer æðisleg í pirrurnar á mér þegar atvinnutónlistarmenn sem eru keyptir í svona athafnir slá feilnótur eða eru falskir. Það var algjör unun að fylgjast með honum stjórna kórnum sínum í gærkvöldi.
Við hliðina á mér sat hópur fólks sem greinilega hafði komið saman á tónleikana. Örugglega eitthvað vinnustaða thingy ásamt mökum. Liðið var svo drukkið og ósmart, talandi saman undir lögunum eða verra, syngjandi með. Alltaf á fleygiferð eftir röðinni til að komast á barinn frammi því það var ekkert hlé. Hvers vegna ekki að spara sér 5500 krónur fyrir tónleikamiða og fara bara á fyllerí á Kaffi Austurstræti? Maður spyr sig.