luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

KARAKTER!!

Auja vinkona mín gaf mér hlaupabók í afmælisgjöf. Hún heldur því reyndar fram að hún hafi selt mér bókina að andvirði bakteríu- og eða vírussýkingar en hvað um það. Auja gaf mér hlaupabók. Í þessari hlaupabók, sem er mögnuð, er sett upp plan hvernig maður eigi að ná markmiðum sínum við hinar ýmsu vegalengdir. Mjög sniðugt. Hlaupaplanið sem ég er að fylgja núna miðar að því að hlaupa 10 km á 55 mín. Í planinu, sem er mjög nákvæmt, er mælt með að hlaupa hills á miðvikudögum. Framar í bókinni eru leiðbeiningar um hill training sem eru mjög gagnlegar en svo kemur klausa um andlega þáttinn: As you do the hill repeats, say to yourself, either mentally or verbally, "character." Repeat it over and over. On race day when you discover a hill on the course, think back to the hill sessions and repeat the word "character."
Úff. Ég er að verða töff og karakter, allt í einni og sömu vikunni. Töff karakter með stinnan hlauparass. Því svo sannarlega tók ég hills session í dag. Karakter. Karakter. Karakter. Karakter.