luxatio hugans

awakening

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Prófablogg

Enn á ný er ég komin í prófalestur. Kannski er ég með lélegt minni en mér finnst ég vera í prófalestri fokking megnið af árinu. Okkur var hent út af Barónstígnum eins og hverjum öðrum meindýrum, og nú erum við komin í Ármúlann. Þetta er ekki sami sjarmi þrátt fyrir að sjálft húsnæðið sé miklu nýrra og ekki að hruni komið. Meiri sjarmi að lesa á uppgjafa líknardeild. Svona er þetta skrítið!
Nú eru að skila sér samtölin sem ég átti við geðKortið langt fram á nætur, því nú skal einmitt þreyta próf í geðlæknisfræði. Geðlæknisfræði er MJÖG skemmtileg og sjúklega spennandi. En því miður þarf ég einnig að lesa undir taugalæknisfræði á sama tíma sem er ekki neitt skemmtileg og langt því frá spennandi. Ó mig auma. En báðar þessar sérgreinar eiga heima í miðtaugakerfinu að einhverju leiti svo þetta tengist. Því eru svo skemmtilegir þessir fordómar gagnvart sjúkdómum sem leggjast á heilann og kallast geðsjúkdómar en mikið umburðarlyndi gagnvart sjúkdómum í heila sem kallast t.d MS. Skrítna veröld.
En ég er bara "geðveikt" hress í Ármúlanum. Og langt þangað til ég fæ greininguna F73.0 eins og sumir félaga minna.