luxatio hugans

awakening

föstudagur, nóvember 10, 2006

Powerrade hlaupið

var hlaupið í gærkvöldi. Undirrituð var meðal þátttakenda. Kvíðinn fór stigvaxandi síðustu daga fyrir hlaup. Hvað ef ég gefst upp? Hvað ef ég verð á ömurlegum tíma? Hvað ef og hvað ef. Þekkjandi sjálfa mig til margra ára (Nei ekki 30 ára Auja) þá veit ég að líkurnar voru með því að ég myndi hætta við að fara í þetta hlaup. Því málaði ég sjálfa mig markvisst út í horn á mörgum vígstöðvum. Veðmál við Svessa um bílaþrif, stofnaði spjallþráð á læknanemum.is þar sem ég hvatti bekkjarfélagana til að fjölmenna og sagði öllum sem heyra vildu að ég væri að fara í þetta hlaup. Niðurlægingin að hætta við hefði verið meiri en að gefast upp í miðju hlaupi. Sama dag og hlaupið fór fram fór veðrið síversnandi frá hádegi og ég var farin að blóta þessum hálfvitagangi í mér að vera að básúna þetta hlaup út um allar trissur. Rétt eftir kvöldmat var svo komið alvöru rigning og rok þegar Baldur hringdi og spurði hvort ég ætlaði virkilega með, hvort ég hefði ekkert verið að grínast. Nei í hlaupið færi ég. Við mættum 6 úr bekknum sem er allgott. Hetjurnar í stafrófsröð voru Aðalheiður, Baldur, Hrefna, Ingi Karl, Sverrir og Valgerður. Auk þess var á staðnum Erla Bolladóttir og byrjaði ég að hlaupa með henni en svo skildu okkar leiðir. Veðrið var viðbjóðslegt, það var kolniðamyrkur og leiðin var ómerkt en samt var þetta magnað. Allan tímann leið mér bara vel, nema rétt upp lengstu brekkuna með 20 vindstig í fangið. Það var ólýsanlegt að klára og leggjast í heita pottinn á eftir í slagveðrinu. Já maður getur auðveldlega orðið háður þessu. Það skildi þó aldrei vera að ég myndi bara mæta í fokkings kvennahlaupið, stolt í kvennahlaupsbol, árgerð 2007. Nei andskotinn hafi það. En tveir síðustu spjallþræðir sem ég stofnaði á læknanemar.is eru Powerrade hlaupið og Basket þræðirnir. Doddi hefur e.t.v framkvæmt á mér heilatransplant í svefni til að gera úr mér boring draumaskutluna sína. Það er jafn líkleg skýring og hver önnur á umskiptum þessum. En það er áhugaverð observation að Vasaloppfarinn sjálfur tók ekki þátt í hlaupinu. Humm humm. En tíminn minn verður bættur í næsta Powerrade hlaupi í des. Sjáið. Þarna strax byrjar yfirlýsingagleðin sem mun skila mér í næsta hlaup. Jamm.