luxatio hugans

awakening

sunnudagur, október 29, 2006

Leiðindabloggari

Ég er að verða einn af þeim. Hver hefði trúað því að það yrðu mín grimmu örlög? Það eina sem kemst að hjá mér þessa dagana eru hlaup. Hlaup, hlaup, hlaup. Ég var nú eitthvað að brasast í því að hlaupa með Dodda fyrir u.þ.b 8-9 árum síðan (shit I´m old), en seinna tók ég þá fordómalausu afstöðu að fólk sem færi út að hlaupa, ég tala nú ekki um fólk sem er að hossast upp á fjöll og firnindi, væru fávitar. Fávitar sem ættu sér allt að því ekki tilverurétt. Ég kúgaðist, bókstaflega, þegar ég sá svona útvistarbúið fólk með allskyns útivistaraukabúnað. Þess vegna er það merkilegra en margur gerir sér grein fyrir, að ég hafi getað látið mig hafa það að fylgja Auju heim í bláa vindstakknum sem hún var í, eins og frægt er orðið. En í gær var það auðmjúk kona sem verslaði sér vatns- og vindheldan hlaupastakk (sem þó andar) í Intersport í gær. Og ekki nóg með það, þá var ég svo spennt að eiga þennan nýja hlaupastakk að ég varð að fara út að hlaupa í honum. Fór 10 km á áður óþekkt góðum tíma. Sem er kúl. Ég keypti samt ekki dýrustu týpuna af hlaupastakk því ég er að fara til USA og Auja er víst búin að spotta einhverja geðveika hlaupavöruverslun. Ég er semst að fara til USA og er spennt að komast í flotta hlaupavöruverslun. Ef ég, fyrir fjórum árum, myndi hitta mig í dag, þá myndi gamla ég skalla nýju mig. Fyrir almenn leiðinlegheit. En í dag skalla ég engan. Ég hugsa stundum um það en ég framkvæmi það ekki. Nei, ekki í dag.