luxatio hugans

awakening

föstudagur, október 13, 2006

Samstillt átak

Oft hefur það skilað miklum árangri þegar þjóðin tekur höndum saman. Nú kalla ég eftir þjóðarátaki. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Við þurfum að koma okkur saman um hugtök sem notast skal við þegar greitt skal með debetkorti og meiningin er að fá til baka. Ef ég versla fyrir 262 krónur og segi: "Viltu hafa það 500?" Þá fæ ég undantekningalaust spurningu til baka: "500 slétt eða 500 tilbaka?" Ég meina að sjálfsögðu að þegar kortinu er rennt í gegnum posann að stimplað sé inn 500 enter og ég fái 238 krónur til baka. Annars hefði ég beðið um að fá 500 krónur til baka. Eitthvað virðist þetta ekki augljóst þrátt fyrir það. Því eru einhverjir slöttólfar þarna úti sem segja: "Viltu hafa það 500?" og eiga með því við að þeir vilji fá 500 krónur til baka. Slíkt þykir mér fásinna. Umferðarstofa hefur oft verið með svona kennslumyndbönd um það hvernig skuli haga sér við hinar ýmsu aðstæður í umferðinni. Því ekki kennslumynd til að samræma þessar aðgerðir?