luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 03, 2006

Valdaskipti í Valhöll


Hver er þessi Andri Óttarsson? Hvað er að gerast?
Af þessu merka tilefni þykir mér við hæfi að rifja upp gamla sögu af einu af uppáhaldsbörnunum sem ég passaði á Hagaborg. Það var lítill strákur, rétt rúmlega þriggja ára og alveg ólýsanlega skemmtilegur og skýr. Allar dýrategundir hafði hann á hreinu og mikinn fróðleik um hverja og eina. Einn dag fór strákurinn með pabba sínum í sund og samferða þeim í búningsklefa karla var Kjartan Gunnarsson. Strákur mændi á Kjartan góða stund og sagði svo hátt og skýrt: "Pabbi, þessi maður er eins og svín!" Og ef einhver var með dýrin á hreinu þá var það hann:)