luxatio hugans

awakening

sunnudagur, september 24, 2006

BUFF

Við Ingvar spilum Buff. Oft er það hið besta mál, t.d þegar Doddi er með í för og er að keyra. Hins vegar er möguleiki á því að ég sé að stofna lífi fólks í hættu þegar ég spila Buff við Ingvar þegar við erum tvö ein í bílnum.
Leikreglur hins prýðilega leiks, Buff, eru eftirfarandi: Keppst er við að sjá sem flest bílnúmer sem annað hvort innihalda tvo eins bókstafi, t.d. MM, eða þrjá eins tölustafi, t.d. 777. Ultimate Buff er MM 777. Það er rosalegt að ná ultimate Buff. Þegar maður sér bílnúmer sem uppfyllir eitt af skilyrðunum öskrar maður: "BUFF 555" og bendir á viðkomandi bílnúmer til sönnunar. Svo er stigunum safnað. Eitt stig fyrir buff, tvö stig fyrir ultimate buff. Því er erfitt að vera fyrirmyndarökumaður samhliða því að spila Buff. Keppnisskapið bara nær mér þarna. Ekki séns að ég leyfi Ingvari að vinna. Ef ég get rústað honum, þá rústa ég honum. Hann er rosalegur í trash talkinu. "Mamma, búðu þig undir að tapa", "Þú getur ekkert í Buff", "Þetta er síðasta stigið sem þú færð". Samt má til gamans geta að við vorum að koma inn og ég vann 17-14. Ekki slæmt hjá gamalli konu sem sér illa frá sér og var auk þess að keyra. BUFFFFFFFFFFFFFF!