luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, september 27, 2006

Hvít Kanína

Fór með nokkrum vinkonum mínum að sjá leiksýningu sem önnur vinkona okkar er að leika í, Hvít Kanína, sem útskriftarárgangur Leiklistarskólans er að setja upp.
Ég var búin að lesa nokkuð misjafna dóma í blöðum síðustu daga og vissi því ekki við hverju ég átti að búast en vissi bara það að auðvitað færi ég.
En strax í upphafi, áður en hleypt var inn í salinn, var byrjað með gjörning og þá byrjaði ég að hlæja og ég hló nánast óstjórnlega alla sýninguna. Mér fannst þetta argasta snilld. Verst var þegar ég var ein eftir að hlæja í salnum og ætlaði að stramma mig af og kom með grísahrínið. Eða æi, það var eiginlega skemmtilegt líka. Takk Kristín Þóra fyrir magnað sjóv og allir sem ekki eru húmorssnauðir ættu að skella sér og hafa gaman af. Heia.