luxatio hugans

awakening

laugardagur, september 30, 2006

Hlaupblogg

Náði personal best í hlaupunum í gær. Ég er að fatta að það er til góð formúla fyrir hlaup og slæm formúla fyrir hlaup. Góða formúlan hljóðar nokkurn veginn þannig:
Best er að hlaupa seinnapartinn, gott er að vera angandi af sympatiskri svitalykt og vera haldinn líkamlegum pirringi sem ekki hefur fengist útrás fyrir. Allir sem hafa setið við próflestur kannast við líkamlega pirringin sem um er rætt. Allavega þurfti Baldur að skreppa reglulega heim af Baró í vor til að fletta mogganum.
Þegar hlaupin eiga sér stað er gott að hafa innbyrt verulegt magn af koffEINI þann daginn, að vísu er tachycardia þá óhjákvæmileg en ekki hamlandi þó. Bráðnauðsynlegt er að hafa hægt sér. Ekkert er verra en erting á sphincterinn í hverju spori.
Og að lokum. Tónlistin. Píkupopp af verstu gerð með góðu beati. Skiptir ekki máli þó um sé að ræða danstónlist frá fermingarárinu bara að beatið sé rétt. Auk þess getur maður farið í ákveðna nostalgíu við að heyra sum lög og fengið sama rush og við tilefnið forðum. Allavega virkar það þannig fyrir mig.
Vona að formúlan eigi eftir að hjálpa öðrum. Þannig er líf mitt í dag. Alltaf að hjálpa öðrum.