Mesta sögufölsun
vorra daga er fítusinn "Nýtt í dag" á fasteignavef mbl.is. Nú er ég búin að fylgjast með fasteignum í 105 nánast daglega í heilt ár eða svo. Þá er voða þægilegt að nota "Nýtt í dag" fítusinn til að fá ekki alltaf alla rununa sem maður er búinn að afskrifa. Nema hvað að reglulega eru settar inn "glænýjar eignir" sem eru búnar að vera á sölu í 11 mánuði. Og það er ekkert eins og þær séu að koma inn nýjar vegna þess að eigandinn hafi séð að sér og sé búinn að lækka verðið. Nei það er ekki svo. Maður kaupir ekkert 30 ára gamalt raðhús á 48,9 milljónir. Það er bara þannig.
<< Home