Absúrd dagsplan
Vaknaði tiltölulega snemma á laugardagsmorgni og var hress. Ákvað að fara út að hlaupa fyrir fund og gekk ágætlega þrátt fyrir að athöfnin hafi verið sigur hugans yfir líkamanum allan tímann. Líkaminn öskraði í hverju skrefi: hætt-u-þess-u, hætt-u-þess-u. En ég hljóp 10 km, eða 9.6 km réttara sagt. Það er ekki hægt að ljúga að sjálfum sér þegar hlaupið er með gps græju á öðrum úlnliðnum og púlsklukkuna á hinum. Hver þarf lóð? Var að verða of sein á fund svo ég rauk í æfingafötunum á fund og þar fór mér að líða illa. Hélt náttúrulega að ég hefði ofgert mér í hlaupunum og var æðislega óhress. Þegar ég kom svo heim var eins og ég hefði verið skotin. Ég lagðist í sófann og þar ligg ég enn rúmum sólarhring seinna. Niðurgangur, uppköst, beinverkir og hiti. Algjör viðbjóður. En ég er svo klikkuð að ég er mest fegin að ég var BÚIN að hlaupa þegar veikindin byrjuðu. Mar má ekki missa niður þolið. Aumingja litlu vanræktu börnin mín eru einhvers staðar með Baldri núna. Ekki skemmtilegasti sólarhringur í þeirra lífi, ég hef nánast ekkert getað gert fyrir þau. Minnir mig á timburmennina forðum þegar ég var ljósfælin í krömpum heilu helgarnar. Sem betur fer bygones. Ekki langar mig þangað aftur.
En mitt í sófalegunni minni hafði ég mig í það að hringja í Svölu vinkonu mína í Köln. Allar heimsins ælur eru barnaleikur miðað við það sem þeirra litla fjölskylda gengur í gegnum núna. Hugsanir okkar eru hjá þeim og við sendum þeim baráttukveðjur. Ég vildi að við gætum gert eitthvað meira en almættið sér um rest. Jamm.
<< Home